Ráðherrann 2
Arnór Pálmi Arnarson, Katrín Björgvinsdóttir
Þegar Benedikt snýr aftur í stjórnmál eftir leyfi vegna geðhvarfa, mætir hann fordómum samfélags sem tortryggir allar hans hugmyndir. Á meðan einkalíf þeirra Steinunnar molnar undan þunga sjúkdómsins, eru öfl innan hans eigin flokks sem nýta heilsuveilu hans til að bola honum frá.
Titill: Ráðherrann 2
Enskur titill: The Minister 2
Tegund: Drama
Tungumál: Íslenska
Leikstjórar: Arnór Pálmi Arnarson, Katrín Björgvinsdóttir
Handritshöfundar: Jónas Margeir Ingólfsson, Birkir Blær Ingólfsson
Framleiðendur: Hlín Jóhannesdóttir, Erlingur Jack Guðmundsson, Hilmar Sigurðsson, Kjartan Þór Þórðarson, Tjörvi Þórsson
Framleiðslufyrirtæki: Sagafilm
Stjórn kvikmyndatöku: Gunnar Auðunn Jóhannsson
Klipping: Gunnar B. Guðbjörnsson, Logi Ingimarsson
Tónlist: Kjartan Holm
Aðalhlutverk: Ólafur Darri Ólafsson, Aníta Bríem, Þorvaldur Davíð Kristjánsson
Hljóðhönnun: Sindri Þór Kárason og Gunnar Árnason
Búningahöfundur: Eva Lind Rútsdóttir
Leikmynd: Drífa Freyju-Ármannsdóttir
Áætluð lengd: 8 x 50 mín
Upptökutækni: HD
Sýningarform: Quick Time ProRes/MXF
Sýningarhlutfall: Display Aspect Ratio 16x9
Framleiðslulönd: Ísland
Sölu- og dreifingarfyrirtæki erlendis: Cineflix
Sölu- og dreifingarfyrirtæki innanlands: RÚV
Vefur: sagafilm.is
KMÍ styrkir fyrir verkefnið:
Handritastyrkur I. hluti 2021 kr. 1.200.000
Handritastyrkur II. hluti 2021 kr. 500.000
Handritastyrkur III. hluti 2022 kr. 1.000.000
Framleiðslustyrkur 2023 kr. 60.000.000