Verk í vinnslu
Leikið sjónvarpsefni

Reykjavík 112

Reynir Lyngdal, Tinna Hrafnsdóttir

Þegar ung kona er myrt á hrottalegan hátt í Reykjavík, verður sex ára dóttir hennar, sem er í felum, vitni að morðinu. Rannsóknarlögreglumaðurinn Huldar og barnasálfræðingurinn Freyja þurfa að leggja til hliðar sín deilumál og sameinast í þrotlausri vinnu til að leysa morðmálið og vernda unga vitnið fyrir yfirvofandi ógn morðingjans.

Titill: Reykjavík 112
Enskur titill: Reykjavík 112
Tegund: Sex þátta sjónvarpssería

Leikstjóri: Reynir Lyngdal og Tinna Hrafnsdóttir
Handrit: Óttar M. Norðfjörð, Björg Magnúsdóttir og Snorri Þórisson

Framleiðendur: Snorri Þórisson og Christian Friedrichs
Meðframleiðendur: Christian Friedrichs
Framleiðslufyrirtæki: Ný miðlun ehf
Meðframleiðslufyrirtæki: ndF gmbH

Upptökutækni: Stafræn
Áætlað að tökur hefjist: 20. júní 2024
Sala og dreifing erlendis: Federation
Tengiliður: Snorri Þórisson, snorri@nma.is