Um KMÍ
  • 1. júlí

Cinekid Junior Co-production Market óskar eftir umsóknum

1. júlí

Cinekid barna kvikmyndahátíðin sem fer fram dagana 17.-22. október óskar eftir umsóknum fyrir Junior Co-production Market.

Þeir sem eru með verkefni í þróun, s.s. kvikmyndir, sjónvarpsþætti eða margmiðlunarefni með kvikmynda- eða sjónvarpsívafi, geta sótt um þátttöku fyrir Junior Co-production Market. Þátttakendur kynna verkefni sín á fundum með sölufulltrúum, dreifingaraðilum, innkaupastjórum, framleiðendum o.fl. 

Umsóknarfrestur rennur út 1. júlí.

Cinekid hátíðin er ein helsta margmiðlunarhátíð heims fyrir barnaefni og var haldin í fyrsta sinn fyrir rúmum 30 árum. Þar keppa að meðaltali 15 barnakvikmyndir um The Cinekid Lion verðlaunin og hlýtur sigurvegarinn 10.000 evrur.

Allar nánari upplýsingar fyrir umsóknarferlið má finna hér