Um KMÍ
  • 2. maí - 8. maí

Eurimages Lab Project verðlaunin 2019

Eurimages Lab Project verðlaunin verða haldin í 4. skiptið á Karlovy Vary IFF kvikmyndahátíðinni. Verðlaun fyrir efnilegasta verkefnið (e. most promising project) eru 50.000 evrur eða hátt í 7 milljónir íslenskra króna.

Framleiðendur og leikstjórar hafa 10 mínútur til þess að kynna verkefnin ásamt því að sýna þrjú myndbrot. Eftir kynninguna aðstoðar Eurimages að skipuleggja minni fundi fyrir áhugasama gesti með leikstjórunum og framleiðendum til að fá frekari upplýsingar um verkefnin.

Framleiðendur og leikstjórnendur sem hafa áhuga á Eurimages Lab Project Award hafa til 8. maí til þess að sækja um.

Til þess að sækja um þarf verkefnið eða myndin:

  • Að vera nýung og standa fyrir utan hinn hefðbundna ramma kvikmyndagerðar og/eða framleiðslu. (e. outside the standard rules of filmmaking, both dramaturgically and/or production-wise).
  • Að vera í framleiðslu eða á eftirvinnslustigi og frumsýningin á myndinni má ekki vera dagsett fyrir Karlovy Vary IFF kvikmyndahátíðina.
  • Að vera lengri en 60 mínútur.
  • Að vera með alþjóðlega samframleiðendur.
  • Að sýna þrjá myndbúta að hámarki 2 mínútur lengd með enskum texta í kynningu sinni.
  • Sambærileg kynning á verkefninu má ekki hafa farið fram.
  • Að senda myndbúta í kynningu á Karlovy Vary hátíðinni í ákveðnu formati og ekki síðar en 10. maí. 2019.

Meira um Eurimages Lab Project verðlaunin 2019 má finna hér.