Um KMÍ
  • 15. júní

Eurimages óskar eftir tillögum að Eurimages Co-production Development Awards

15. júní

Eurimages óskar eftir tillögum að afhendingu verðlaunanna Eurimages Co-production Development Awards. Hátíðir og/eða meðframleiðslumarkaðir sem hafa áhuga á að halda verðlaunaafhendinguna til þriggja ára frá árinu 2021 eru beðnir um að senda tillögur sínar á netfangið eurimages.tender@coe.int eigi síðar en þann 15. júní. 

Allar nánari upplýsingar um verðlaunin og skilmála má finna hér.

Eurimages er sjóður sem starfar á vegum Evrópuráðsins og veitir styrki til samframleiðslu evrópskra kvikmynda og heimildamynda í fullri lengd. Ísland hefur verið þátttakandi í sjóðnum síðan 1992 og hafa fjölmargar íslenskar kvikmyndir hlotið styrki úr sjóðnum. Aðildarlönd eru alls 36.