Um KMÍ
  • 24. ágúst - 14. október

Les Arcs Film Festival óskar eftir umsóknum

24. ágúst / 4. september / 7. september / 14. október

Les Arcs kvikmyndahátíðin fer fram á Bour-Saint Maurice skíðastaðnum í Frakklandi frá 12. – 19. desember. Óskað er eftir umsóknum fyrir Coproduction Village, Les Arcs Green Project Award, Work in Progress og Official Competition.

Les Arcs Green Project Award er fyrir myndir á þróunarstigi þar sem tekist er á umhverfismálum sem umfjöllunarefni. Umsóknarfrestur er 24. ágúst

Umsóknarfrestur er 4. september í Official Competition þar sem keppt er um aðalverðlaun hátíðarinnar. Gjaldgengar eru leiknar kvikmyndir, teiknimyndir, heimildamyndir og stuttmyndir.  

Coproduction Village er þriggja daga samframleiðslumarkaður þar sem 20 verkefni í þróun verða kynnt framleiðendum, söluaðilum, dreifingaraðilum og öðrum fjármögnunaraðilum. Umsóknarfrestur er 7. september

Þá hefur einnig verið opnað fyrir umsóknir í Work in Progress þar sem evrópskar kvikmyndir í eftirvinnslu verða kynntar framleiðendum, söluaðilum, dreifingaraðilum og öðrum fjármögnunaraðilum. Umsóknarfrestur er 14. október

Nánari upplýsingar um hátíðina má nálgast hér.