Um KMÍ
  • 13. júní - 2. júlí

New Nordic Films óska eftir umsóknum

14. júní og 1. júlí

Nordic Films - Co-Production and Finance Market er haldinn í 14. sinn þann 20. – 23. ágúst á Norwegian International Film Festival í Haugesund. Þar gefst tækifæri á að kynna kvikmynd í fullri lengd en 15 – 20 eru valdnar inn á markaðinn. Aðstandendur þeirra kvikmynda sem eru valdnar fá gistingu sem og aðgang að markaðnum en margir aðrir viðburðir eru í boði á hátíðinni eins og umræður og vinnusmiðjur. Umsóknarfrestur rennur út þann 14. júní 2019.

Einnig er hægt að sækja um með verk í vinnslu en 20 verkefni verða valin til þess að taka þátt í þeim flokki og kynnt fyrir dreifingaraðilum, sölufulltrúum sem og öðrum hátíðum en 8 af þeim verkefnum verða tilnefnd til Eurimages Project Lab verðlaunanna sem eru 50 þúsund evrur eru í verðlaun. Umsóknarfrestur rennur út þann 1. júlí 2019. 

Frekari upplýsingar um markaðinn sem og umsóknarferlið má finna hér.