Um KMÍ
Á döfinni

22.9.2023

1,9 milljarðar í endurgreiðslur fyrstu átta mánuði ársins

Yfirlit útborgana endurgreiðslukerfis kvikmynda vegna fyrstu átta mánaða ársins hefur verið birt á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands .

Til og með ágúst 2023 hafa 1,9 milljarðar króna verið greiddir út vegna endurgreiðslukerfis kvikmynda til 57 verkefna. Velta framleiðslu hérlendis vegna verkefnanna nam 7,7 milljörðum króna og erlend fjármögnun 3 milljörðum.

   Fjöldi verkefna Endurgreiðsla Velta hérlendis  Erlend fjármögnun 
Innlend verkefni   45 1.254 5.372 1.271
Erlend verkefni 11 646 2.360 1.722
  56 1.900 7.732 2.993

Fjárhæðir í m.kr.

Erlend verkefni veltu 2,36 milljörðum hérlendis. Þau voru fjármögnuð með 1,72 milljarða króna erlendu framlagi, auk 646 milljón króna úr endurgreiðslukerfi kvikmynda.

Sé litið til innlendra verkefna má sjá að endurgreiðslur námu 1,25 milljörðum króna, en fjármögnun þeirra erlendis frá nam hærri fjárhæð. Þar getur til dæmis verið um að ræða framlag erlendra sjóða í tilviki framleiðslu kvikmynda eða fyrirframgreidds söluréttar vegna verkefna sem rennur til framleiðslunnar.

Sjá yfirlit verkefna sem hafa hlotið endurgreiðslu 2023 hér: