Um KMÍ
Á döfinni

7.3.2024

4,2 milljarðar í endurgreiðslur fyrstu tvo mánuði ársins

Á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2024 nema endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar 4,2 milljörðum króna. Þau verkefni sem nutu endurgreiðslu veltu 12,4 milljörðum króna innanlands og gjaldeyristekjur sem felast í erlendri fjármögnun þeirra nema 7.6 milljörðum.

Stærstur hluti endurgreiðslunnar er vegna verkefnisins True Detective. Íslenska framleiðslufyrirtækið Truenorth annaðist framleiðslu þáttanna í samstarfi við HBO. Tökur hófust haustið 2022 og stóðu yfir til apríl 2023. Efnahagsleg áhrif af veltu verkefnisins komu því fram á framleiðslutíma þess, þó útborgun endurgreiðslunnar falli til síðar þar sem uppgjör og frágangur verkefnis af þessari stærðargráðu tekur eðlilega nokkurn tíma.

Yfirlit endurgreiðslna 2024: