Um KMÍ
Á döfinni

26.8.2022

84 milljónir veittar í styrki til íslenskrar kvikmyndagerðar

Um 84 milljónir voru veittar í styrki til íslenskrar kvikmyndagerðar frá MEDIA-áætlun Creative Europe á árinu 2021. 

Þrjár íslenskar umsóknir til undirbúnings íslenskra kvikmynda fengu úthlutun. Framleiðslufyrirtækið Glassriver fékk 195 þúsund evru styrk til að þróa þrjár sjónvarpsþáttaraðir og framleiða stuttmynd. Þá fékk fyrirtækið Poppoli 120.000 evru styrk til að þróa tvær bíómyndir og eina heimildamynd. 

Tvær umsóknir vegna samþróunarverkefna fengu einnig úthlutun. Netop Films fékk 109.000 evru styrk til að þróa verkefnið Blessað stríðið og Join Motion Pictures fékk 120.000 evru styrk til að þróa verkefnið The Love that Remains.

Einnig var veittur styrkur til RIFF, alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, upp á 55.000 evrur.

Creative Europe styrkir skapandi greinar með áherslu á menningarlega fjölbreytni og viðbrögð við þeim áskorunum sem menning og listir standa frammi fyrir. Sérstök áhersla er lögð á stafrænar og grænar lausnir. Áætlað umfang næstu 7 árin er um 2.5 milljarðar evrur.

Creative Europe skiptist í þrjár meginstoðir: 

MEDIA (kvikmynda- og margmiðlunarverkefni), MENNINGU (verkefni á sviði menningar og skapandi greina) og ÞVERÁÆTLUN (samvinna þvert á skapandi greinar og nær einnig yfir fjölmiðla).

Allir lögaðilar, menningarfyrirtæki og –stofnanir, geta sótt um styrki hjá Creative Europe en skilyrði er að þátttakendur séu frá aðildarríkjum Evrópusambandsins og / eða Íslandi, Noregi og Liechtenstein.

Ísland er fullgildur aðili áætlunarinnar og hafa íslenskir aðilar því jafnan rétt og aðrir innan Evrópusambandsins til að sækja um styrki.

Rannís er umsýsluaðili Creative Europe á Íslandi og hefur umsjón með kynningu á áætluninni og veitir umsækjendum upplýsingar og aðstoð.