Um KMÍ
Á döfinni

28.11.2022

Á ferð með mömmu hlýtur aðalverðlaun á Tallinn Black Nights Film Festival

Á ferð með mömmu, nýjasta kvikmynd Hilmars Oddssonar, var valin besta myndin á kvikmyndahátíðinni Tallinn Black Nights Film Festival sem fór fram 11.-27. nóvember.

Í umsögn dómnefndar segir að myndin hafi skorið sig úr með einföldu, en djörfu, myndmáli og fágaðri kímni: „Þetta er kvikmynd sem segir okkur að það sé aldrei um seinan.“ Tónlist myndarinnar, saman af Tõnu Kõrvits, reyndist einnig hlutskörpust í sínum flokki.

Myndin var heimsfrumsýnd á hátíðinni, sem er ein sú stærsta í Austur-Evrópu, en alls voru fimm íslenskar myndir sýndar þar í ár.

Á ferð með mömmu er framleidd af Hlín Jóhannesdóttur fyrir Ursus Parvus og með aðalhlutverk fara Þröstur Leó Gunnarsson, Kristbjörg Kjeld, Tómas Lemarquis og Hera Hilmars.

Myndin verður frumsýnd á Íslandi 17. febrúar.