Um KMÍ
Á döfinni

24.8.2021

A Song Called Hate í forvali fyrir Evrópsku kvikmyndaverðlaunin

Heimildamyndin A Song Called Hate eftir Önnu Hildi Hildibrandsdóttur hefur verið valin sem ein af 15 heimildamyndum í forvali fyrir Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í ár.

Tilkynnt verður um tilnefningar þann 9. nóvember á Evrópsku kvikmyndahátíðinni í Sevilla á Spáni og verðlaunaafhendingin fer fram í Berlín þann 11. desember.

A Song Called Hate trailer

Tvö hundruð milljón manns eru að horfa! Raunveruleiki sem blasti við íslensku Eurovisonförunum árið 2019 sem voru ákveðnir í að gera hina ópólitísku söngvakeppni pólitíska. Söngur um hatur kortleggur ferðalag hljómsveitarinnar Hatara er þeir reyna að breyta heiminum og sýnir hvernig ferðalagið breytir þeim.

A Song Called Hate var frumsýnd hér á landi þann 26. febrúar, en myndin var heimsfrumsýnd í október á síðasta ári á alþjólegu kvikmyndahátíðinni í Varsjá. Síðan hefur hún ferðast víða um heim á hátíðum og mun m.a. keppa um bestu norrænu heimildamyndina á stutt- og heimildamyndahátiðinni Nordisk Panorama sem fer fram dagana 16. - 21. september næstkomandi.

Lista yfir tilnefningar ásamt nánari upplýsingum um hverja mynd er að finna hér. Hátíðin er haldin annað hvert ár í Berlín en þess á milli til skiptis í öðrum borgum Evrópu.