Um KMÍ
Á döfinni

20.12.2021

Á yfirborðinu valin til keppni á alþjóðlegu stuttmyndahátíðinni í Clermont-Ferrand

Íslenska stuttmyndin Á yfirborðinu eftir Fan Sissoko hefur verið valin til keppni á alþjóðlegu stuttmyndahátíðinni í Clermont-Ferrand í Frakklandi. Hátíðin mun fara fram frá 28. janúar til 5. febrúar. Á yfirborðinu mun taka þátt í alþjóðlegri keppni hátíðarinnar.

Á yfirborðinu teaser

Á yfirborðinu er teiknimynd sem segir frá Ada, ungri konu af erlendum uppruna, sem fer að synda í íslenskum sjó og hugleiðir það að ala upp barn í framandi landi. Þegar hún fer í ískalt vatnið endurupplifir hún áfall meðgöngunar og fæðingarþunglyndi sitt. Brátt venst hún vatninu. Að vera í náttúrunni og horfast í augu við óttan sinn hjálpar henni.

Fan Sissoko leikstýrir og skrifar handritið að myndinni sem var frumsýnd þann 1. ágúst síðastliðinn á listahátíðinni Fringe of Colours Films.

Nánari upplýsingar um Clermont-Ferrand stuttmyndahátíðina og þær stuttmyndir sem taka munu þátt í alþjóðlegri keppni hennar má finna á vef hátíðarinnar.