Um KMÍ
Á döfinni

21.9.2021

Abbababb! eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur kynnt sem verk í vinnslu á Finnish Film Affair

Fjölskyldumyndin Abbababb! eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur, sem er nú í eftirvinnslu, tekur þátt í Nordic Selection hluta viðburðarins The Finnish Film Affair. Viðburðurinn fer fram dagana 22. - 24. september í bæði stafrænu formi og í Helsinki, Finnlandi.

Nanna Kristín Magnúsdóttir leikstýrir og skrifar handritið af Abbababb! sem fjallar um  hinn kjarklitla Aron Neista sem er í leynifélaginu Rauðuhauskúpunni ásamt vinum sínum Óla og Höllu. Hann neyðist til að taka á honum stóra sínum þegar hrekkjusvínin í hverfinu láta til skarar skríða.

The Finnish Film Affair eru bransadagar Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Helsinki, en Nordic Selection hluti viðburðarins leggur áherslu á nýja og upprennandi leikstjóra frá Norðurlöndunum sem eru að vinna í sinni fyrstu eða annari kvikmynd í fullri lengd.

Abbababb! er íslensk/finnsk framleiðsla og framleiðendur eru Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson fyrir Kvikmyndafélag Íslands. Meðframleiðendur eru Markus Selin og Jukka Helle fyrir Solar Films, Hilmar Sigurðsson fyrir Sagafilm og Nanna Kristín Magnúsdóttir fyrir CUBS Productions.