Um KMÍ
Á döfinni

16.9.2022

Abbababb! frumsýnd á Íslandi

Dans- og söngvamyndin Abbababb!, í leikstjórn Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, er frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum í dag, 16. september. 

https://www.youtube.com/watch?v=egKcxKJF7Po

Myndin byggist á samnefndri hljómplötu, sem kom út fyrir 25 árum. Fjallar hún um Hönnu og vini hennar í hljómsveitinni Rauðu hauskúpunni, sem uppgötva að óprúttnir náungar ætla að sprengja upp skólann á lokaballinu, og þurfa að beita öllum sínum ráðum til að ná sökudólgunum.

Handrit myndarinnar er eftir Nönnu Kristínu og með aðalhlutverk fara Ísabella Jónatansdóttir, Óttar Kjerulf Þorvarðarson, Vilhjálmur Árni Sigurðsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Vala Snædal Sigurðardóttir, Jón Arnór Pétursson og Daði Víðisson. Framleiðendur eru Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson.