Um KMÍ
Á döfinni

5.4.2023

Abbababb! sýnd í keppnisflokki á kvikmyndahátíðinni í Zlín

Dans- og söngvamyndin Abbababb! hefur verið valin til þátttöku í keppnisflokki á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Zlín í Tékklandi, einni helstu barna- og fjölskylduhátíð heims.

Abbababb! gerist á 9. áratugnum og segir frá Hönnu og vinum hennar í hljómsveitinni Rauðu hauskúpunni. Þegar þau komast að því að óprúttnir náungar ætla að sprengja upp skólann á lokaballinu, þurfa þau að beita öllum sínum ráðum til að ná sökudólgnum. Myndin var frumsýnd á Íslandi í september 2022 og hitti rækilega í mark hjá yngri áhorfendum og fjölskyldum.

Leikstjóri Abbababb! er Nanna Kristín Magnúsdóttir og í aðalhlutverkum eru þau Ísabella Jónatansdóttir, Óttar Kjerulf Þorvarðarson og Vilhjálmur Árni Sigurðsson. Framleiðendur eru Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson.

Kvikmyndahátíðin í Zlín fer fram 1.-7. júní. Hún var stofnuð árið 1961 og er þetta í 63. sinn sem hún fer fram.