Um KMÍ
Á döfinni

4.7.2025

Afgreiðslutími umsókna í sumar

Vegna sumarleyfa starfsfólks Kvikmyndamiðstöðvar mega umsækjendur gera ráð fyrir að afgreiðsla umsókna geti tafist umfram venjulegan afgreiðslutíma.

Unnið verður áfram að afgreiðslu umsókna yfir sumarið, en mannskapur verður minni á meðan sumarleyfi standa yfir og því eðlilegt að tafir geti orðið á svörum.

Umsóknargátt KMÍ verður eftir sem áður opin og hægt er að skila inn umsóknum á öllum tímum: umsokn.kvikmyndamidstod.is