Um KMÍ
Á döfinni

14.3.2024

Afsakið meðanað ég æli frumsýnd á Íslandi

Heimildamyndin Afsakið meðanað ég æli verður frumsýnd í Bíó Paradís í dag, 14. mars. 

Myndin fjallar um æfingaferli fyrir tónleika sem fór fram í mars 2019 til heiðurs tónlistarmanninum Megasi. Tónlist Megasar spilar lykilhlutverk í myndinni þar sem honum og völdum listamönnum er fylgt eftir í æfingaferli fyrir tónleikana.

https://www.youtube.com/watch?v=UomYKtD3mno

Myndin hefur tvær tímalínur, annars vegar tuttugu daga æfingatímabil og hins vegar sú tímalína sem tuttugu dagarnir opna inn í fortíðina, lengri tímalínan er fjörutíu ár og þar er skyggnst á bakvið tjöldin þegar talað er bæði við Megas og þá listamenn sem hann vann með á hverjum tíma.

Leikstjóri myndarinnar er Spessi, sem skrifaði einnig handrit hennar ásamt Jóni Karli Helgasyni myndatökumanni.