Um KMÍ
Á döfinni

27.7.2021

Allir hundar deyja eftir Ninnu Pálmadóttur valin til þátttöku í Future Frames: Generation NEXT of European Cinema á Karlovy Vary hátíðinni

Útskriftarmynd Ninnu Pálmadóttur úr NYU Tisch School of the Arts, stuttmyndin Allir hundar deyja, hefur verið valin til þátttöku á Future Frames: Generation NEXT of European Cinema á Karlovy Vary hátíðinni sem fer fram dagana 20.- 28. ágúst í Tékklandi.

Hér má sjá stiklu úr myndinni:

Allir hundar deyja  

Future Frames, sem haldið er af European Film Promotion (EFP), er vettvangur til að kynna nýjar kvikmyndir frá ungum og efnilegum leikstjórum sem eru nýútskrifaðir úr kvikmyndaskólum í Evrópu. Um mikinn heiður er að ræða fyrir Ninnu en alls eru 10 leikstjórar valdir til þátttöku. Karlovy Vary kvikmyndahátíðin er með elstu kvikmyndahátíðum í heimi og er hún ein sú stærsta sinnar tegundar í Mið- og Austur- Evrópu.