Á döfinni
Allra augu á mér frumsýnd
Kvikmyndin Allra augu á mér (All Eyes on Me), í leikstjórn hins kanadíska Pascal Payant, verður frumsýnd í Bíó Paradís 12. febrúar.
Ári eftir að hafa misst fjölskyldu sína í slysi heiðrar Gunnar minningu þeirra með því að ganga að staðnum þar sem þau létust. Á leiðinni hittir hann Ewu, pólska konu sem er ekki öll þar sem hún er séð.
Allra augu á mér var sýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF 2024. Handrit myndarinnar er eftir Payant, sem er að auki framleiðandi ásamt Guðmundi Inga.