Um KMÍ
Á döfinni

14.10.2021

„Allt sem þú vilt vita um umsóknir“

KMÍ boðar til vinnustofu um gerð umsókna í Kvikmyndasjóð
Hvenær: 22. október 2021 kl. 15:00 - 17:00
Hvar: Bíó Paradís, salur 1
Skráning: umsoknir@kvikmyndamidstod.is
Opið fyrir skráningu til 21. október n.k.

Farið verður yfir umsóknarferlið, hvað er gott að hafa í huga við frágang umsókna, hvað liggur á bak við hvern lið í umsóknum og gögn sem beðið er um. 

Sigurrós Hilmarsdóttir, framleiðslustjóri hjá KMÍ, mun fara í gegnum umsóknarkerfið ásamt ráðgjöfum og starfsmönnum KMÍ. Huldar Breiðfjörð, handritshöfundur, mun síðan ræða sérstaklega handritsþætti umsóknanna. 

Vinnustofan er ætluð fyrir almennar upplýsingar og fyrirspurnir í stað sértækra ráða sem snúa að eigin verkefni beint.

Til þess að skrá sig eru þátttakendur beðnir um að senda póst á netfangið umsoknir@kvikmyndamidstod.is og er opið fyrir skráningu til 21. október en viðburðurinn fer fram þann 22. október næstkomandi í Bíó Paradís.

Umsækjendum er einnig bent á að skrá sig á facebook viðburð vinnustofunnar hér og er aðgangur ókeypis.