Á döfinni
Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík
Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð er haldin í níunda sinn dagana 29. október til 6. nóvember 2022.
Á hátíðinni er boðið upp á hlaðborð kvikmynda fyrir börn á öllum aldri og fjölda fríviðburða og námskeiða þar sem nauðsynlegt er að skrá sig. Auk þess er boðið upp á skólasýningar virka daga hátíðarinnar.
Ýmsir skemmtilegir viðburðir fara fram í tengslum við hátíðina, til að mynda Dótamarkaður Apastjörnunnar.
Frekari upplýsingar um almennar sýningar, skólasýningar og skráningar er að finna á vef Bíós Paradísar .