Um KMÍ
Á döfinni
  • KMI_logo_171203

6.3.2019

Andri Steinn Guðjónsson hefur verið ráðinn sem kvikmyndaráðgjafi hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands

Andri Steinn Guðjónsson hefur verið ráðinn sem kvikmyndaráðgjafi hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands.

Andri Steinn vann og stundaði nám í Danmörku á árunum 2000-2018. Frá 2001-2003 vann hann sem aðstoðarklippari í Kaupmannahöfn og vann sig fljótt upp sem klippari út frá því. Síðan 2003 hefur hann aðallega unnið við kvikmyndir í fullri lengd, sjónvarpsþáttaraðir og heimildarmyndir. Árið 2018 snéri Andri aftur til Íslands og hefur síðan þá bæði verið að vinna sem klippari hérlendis og í Danmörku, en einnig verið leiðbeinandi hjá Kvikmyndaskóla Íslands. Meðal leikstjóra sem Andri hefur unnið með eru Thomas Vinterberg, Susanne Bier, Nikolaj Arcel, Dagur Kári og Guðmundur Arnar.

Andri kláraði almennt kvikmyndanám við The European Film College árið 2001 og lauk síðar námi sem kvikmyndaklippari frá Den Danske Filmskole árið 2007.

Kvikmyndamiðstöð býður Andra hjartanlega velkominn til starfa og hlakkar til samstarfsins.