Á döfinni
Animal besta myndin á verðlaunahátíð ungra áhorfenda
Dómnefndir vítt og breitt um Evrópu skáru úr um hvaða mynd var best á verðlaunahátíð ungra áhorfenda sunnudaginn 13. nóvember.
Á Íslandi komu krakkarnir saman í Reykjavík, á Ísafirði og á Sauðárkróki og greiddu myndum atkvæði. Í Bíó Paradís fór fram dagskrá þar sem krakkarnir horfðu á myndirnar saman og tóku þátt í umræðum um þær.
Þrjár myndir voru tilnefndar og stóð heimildamyndin Animal, eftir Cyril Dion, uppi sem sigurvegari að kosningu lokinni.