Um KMÍ
Á döfinni

25.9.2023

Anton Máni á meðal framleiðenda í ACE 33

ACE Producers, samtök sjálfstæðra kvikmyndaframleiðenda frá Evrópu og fleiri löndum, standa ár hvert fyrir röð vinnustofa fyrir reynda kvikmyndaframleiðendur.

Anton Máni Svansson, frá Join Motion Pictures, er á meðal 18 framleiðenda sem valdir hafa verið til þátttöku í ár, með verkefnið Ástin sem eftir er, kvikmynd í fullri lengd eftir Hlyn Pálmason.

„Við hlökkum til að taka á móti þessum hópi,“ segir Jacobine van der Vloed, kennslustjóri ACE-samtakanna. „Hvert og eitt þeirra hefur fram að færa fagþekkingu og sérstakt sjónarhorn og við erum spennt yfir því að kynnast og starfa með þeim á komandi mánuðum. Þau verða frábær viðbót við tengslanet ACE-samtakanna.“

Vinnustofurnar eru þrjár talsins. Þær fara fram í Osló í Noregi, Varsjá í Póllandi  og sú síðasta í Frakklandi. Þar fá framleiðendurnir tækifæri til að þróa frekar eigin verkefni í vinnslu og fá þjálfun og leiðsögn í ýmsum hliðum kvikmyndaframleiðslu.

Eftirtaldir framleiðendur taka þátt í ACE 33:

Lamia Chraïbi - Moon a Deal Films – Frakkland/Marokkó
The Shelter
Leikstjóri: Talal Selhami

Marija Dimitrova - List Production - Norður-Makedónía
Parno
Leikstjóri: Igor Ivanov

Adis Djapo - SCCA/pro.ba - Bosnía og Hersegóvína
Supermarket
Leikstjóri: Nermin Hamzagic

Eve Gabereau - Modern Films - Bretland
Cold Enough For Snow
Leikstjóri: Jemima James

Emilia Haukka - Aamu Film Company - Finnland
Abyss
Leikstjóri: Aino Suni

Monica Hellström - Ström Pictures - Danmörk
Bethlehem 
Leikstjóri: Larissa Sansour og Søren Lind

Dragana Jovović - Non-Aligned Films - Serbía
In the Shadow of the Horns
Leikstjóri: Ognjen Glavonić

Lionel Massol - Films Grand Huit - Frakkland
Deepfake
Leikstjóri: Ismaël Joffroy Chandoutis

Filipa Reis - Uma Pedra no Sapato - Portúgal
Cantiga
Leikstjóri: Miguel Gomes

Esko Rips - Nafta Films - Eistland
Serafima & Bogdan
Leikstjóri: Veiko Õunpuu

Aline Schmid - Beauvoir Films - Sviss
A Year without Summer
Leikstjóri: Flurin Giger

Johannes Schubert - SCHUBERT - Austurríki
Keep Her Quiet
Leikstjóri: Franz Böhm

Radu Stancu - deFilm - Rúmenía
Magnum Opus
Leikstjóri: Bogdan Mirica

Anton Máni Svansson - Join Motion Pictures - Ísland
The Love that Remains
Leikstjóri: Hlynur Pálmason

Marc Tetreault - Shut Up & Colour Pictures Inc - Kanada
Place of Ghosts
Leikstjóri: Bretten Hannam

Snezana van Houwelingen - This and That Productions - Serbía
Folk Play
Leikstjóri: Mirjana Karanovic

Dagne Vildziunaite - Just a moment - Litáen
Kopeck
Leikstjóri: Lina Lužytė

Agnieszka Wasiak - Lava Films - Pólland
Black Water
Leikstjóri: Aga Woszczyńska