Á döfinni
Arctic Film Festival á Íslandi
Dagana 15.-18. september 2022 stendur Tékkneski Lífvísindaháskólinn í Prag (CZU) fyrir Arctic Festival á Íslandi. Hátíðin fer fram í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands í Reykjavík (LBHI), CICERO í Ósló og Norrænu Félögin á Íslandi.
Hátíðin samanstendur jafnan af vísinda- og menningarráðstefnu, kvikmyndahátíð og menningardagskrá (sýningum, tónleikum, gjörningum).
Arctic Film Festival fer fram í Bíó Paradís frá föstudeginum 16. september til sunnudagsins 18. september.
Hátíðin hefst með sýningu á kvikmynd Magnúsar Viðars Sigurðssonar, Andlit norðursins, en auk þess verður úrval stuttmynda eftir 7 íslenska útskriftarnema frá FAMU sýnt sunnudaginn 18. september klukkan 11.30.
Frekari upplýsingar er að finna á vef hátíðarinnar.