Um KMÍ
Á döfinni

8.4.2025

Árstíðir Tulipop fær styrk frá Nordisk Film & TV Fond

Íslenska teikminyndaserían Árstíðir Tulipop hlýtur styrk að upphæð 1.700.000 norskra króna (um 21 milljón íslenskra króna) í fyrstu úthlutun Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins á árinu.

Árstíðir Tulipop er metnaðarfull teiknimyndaþáttaröð, sem samanstendur af þremur þáttum með árstíðabundnu þema, þar sem ástsælir íbúar Tulipop eyjunnar, Freddi, Gló, Búi og Maddý, eru í lykilhlutverki. Hver þrjátíu mínútna þáttur verður spennandi ævintýri þar sem grípandi tónlist, húmor og jákvæð skilaboð eru í lykilhlutverki.

Serían er framleidd af Helgu Árnadóttur hjá Tulipop Studios. Leikstjórar eru Selina Wagner, Sigvaldi J. Kárason, Signý Kolbeinsdóttir og  Evgenia Golubeva. Handrit er eftir Sean Carson.