Um KMÍ
Á döfinni

19.10.2023

Atomy hlýtur aðalverðlaun Bosifest

Heimildamyndin Atomy, í leikstjórn Loga Hilmarssonar, var valin besta myndin á kvikmyndahátíðinni Bosifest í Serbíu.

Þetta er í fjórtánda sinn sem hátíðin fer fram, en leiðarljós hennar er að vekja athygli á kvikmyndagerð fatlaðra og framlagi til skapandi greina jafnframt því að stuðla að því að fatlaðir njóti jafnréttis. 

Atomybosifest1Logi Hilmarsson leikstjóri tók á móti verðlaununum.

Verðlaunin voru afhent á lokadegi hátíðarinnar, 18. október. Atomy segir frá Brandi Bryndísarsyni Karlssyni, frumkvöðli og listamanni með lamaða fótleggi og handleggi, sem gengur í gegnum sársaukafullar æfingar skipulagðar af mjög svo óhefðbundnum heilara.

Myndin var frumsýnd á RIFF, alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, 2022.