Auglýst eftir forstöðumanni Kvikmyndamiðstöðvar Íslands
Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur auglýst eftir umsóknum um stöðu forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
Auglýsingin er svohljóðandi:
Embætti forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands er laust til umsóknar.
Leitað er að einstaklingi sem hefur leiðtogahæfileika, er framsýnn í hugsun, metnaðarfullur og hefur sýnt frumkvæði og hæfni í samskiptum og samvinnu.
Kvikmyndamiðstöð Íslands gegnir lykilhlutverki í íslenskum kvik-myndaiðnaði með því að hafa umsjón með Kvikmyndasjóði sem veitir fjármagn til framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis, kynna íslenskar kvikmyndir á alþjóðlegum vettvangi og styðja við kvikmyndamenningu á Íslandi. Kvikmyndamiðstöð starfar skv. kvikmyndalögum nr. 137/2001 og vinnur jafnframt eftir kvikmyndastefnu sem mótuð hefur verið til ársins 2030.
Forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar fer með yfirstjórn stofnunar- innar. Hann stýrir daglegum rekstri miðstöðvarinnar, þ.m.t. rekstri Kvikmyndasjóðs, sér um fjárreiður, reikningsskil, gerð fjárhagsáætlana, starfsmannahald og ber ábyrgð á að miðstöðin starfi í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli. Forstöðumaður ber ábyrgð á að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma miðstöðvar- innar sé í samræmi við fjárveitingar til hennar og sér um að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt.
Frekari upplýsingar um starfið má finna á vef Stjórnarráðs Íslands .