BAAN fær Gullna lundann á RIFF
Tilkynnt var um verðlaunahafa RIFF laugardaginn 7. október.
Bókaskipti (Síðsumarnótt í Reykjavík) eftir Berg Árnason og Sorgarstig eftir Þorleif Gauk Davíðsson, Hörð Frey Brynjarsson og Stroud Rohde Pearce hlutu verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndirnar í ár.
Gullni lundinn, aðalverðlaun RIFF, féll í skaut kvikmyndarinnar BAAN frá Portúgal eftir Leonor Teles, sem var viðstödd athöfnina á laugardag. Baan var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Locarno í sumar. RIFF er önnur hátíðin í heiminum sem sýnir þessa mynd.
Þá fékk myndin Orlando, My Political Biography frá Frakklandi eftir Paul B. Breciado verðlaun í flokknum Önnur framtíð þar sem sýndar eru myndir sem fjalla um aðkallandi málefni líðandi stundar. Myndin Orlando My Politcal Biography var heimsfrumsýnd á Berlinale-hátíðinni í vetur og hlaut þar meðal annars Encounters- og Teddy-verðlaunin.
Sigurvegari Talent Lab smiðjunnar og handhafi Gullna eggsins er This is Ours eftir Simon London.
Been there eftir Corinu Schwingruber hlaut verðlaun í flokki alþjóðlegra stuttmynda.