Um KMÍ
Á döfinni

4.3.2021

Band eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur valin í verk í vinnslu hluta CPH:DOX

Band eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur hefur verið valin til þátttöku í verk í vinnslu hluta CPH:FORUM, sem er fjármögnunar- og samframleiðsluviðburður alþjóðlegu heimildamyndahátíðarinnar í Kaupmannahöfn (CPH:DOX). CPH:FORUM fer fram í stafrænu formi dagana 26. - 30. apríl. 

Band er meiksaga hljómsveitar sem á líklega ekki eftir að meika það og er í raun ekki hljómsveit. Framleiðendur eru Heather Millard og Þórður Jónsson fyrir Compass Films og meðframleiðandi er Andreas Kask fyrir Nafta Film.

Átta norræn verk í vinnslu taka þátt í viðburðinum þar sem framleiðendur og leikstjórar kynna verkefni sín þann 27. apríl fyrir fagaðilum í kvikmyndageiranum. Allar nánari upplýsingar um CPH:DOX og CPH:FORUM má finna á heimasíðu hátíðarinnar.