Um KMÍ
Á döfinni

23.10.2025

Stelpur í aðahlutverki á Alþjóðlegri barnakvikmyndahátíð

Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík fer fram í 12. sinn dagana 25. október – 2. nóvember 2025 í Bíó Paradís. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem árlegur menningarviðburður barna og unglinga. Verndari hátíðarinnar er Vigdís Finnbogadóttir.

Þema hátíðarinnar í ár er Stelpur í aðalhlutverki og mun dagskráin endurspegla þemað.

Opnunarmynd hátíðarinnar er kvikmyndin Halló Frida, sem segir frá lítilli stelpu sem skarar fram úr. Hún heitir Frida Kahlo og heimur hennar er einstakur eins og hún sjálf. Myndin er sýnd með íslenskri talsetningu og hentar öllum börnum frá 6 ára aldri.

Frekari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar eru að finna á vef Bíós Paradísar .