Benedikt Erlingsson heimsfrumsýnir Dönsku konuna á Series Mania
Danska konan, sjónvarpsþáttaröð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar, verður heimsfrumsýnd á hinni virtu sjónvarpshátíð Series Mania í Lille í Frakklandi. Þættirnir verða sýndir í International Panaroma hluta hátíðarinnar, sem fer fram 21.-28. mars. Stefnt er að frumsýningu í sjónvarpi í janúar 2026.
Hin víðþekkta danska leikkona Trine Dyrholm fer með aðalhlutverk í þáttunum sem Ditte Jensen, fyrrverandi starfsmann dönsku leyniþjónustunnar sem flytur til Íslands í von um rólegt líf. En Ditte getur ekki breytt því hver hún er og fyrr en varir hefur blokkinn sem hún býr í umturnast í vígvöll í baráttunni um betri heim.
Benedikt skrifar einnig handrit þáttanna, ásamt Ólafi Agli Egilssyni. Þeir eru framleiddir af Marianne Slot og Carine Leblanc hjá franska framleiðslufyrirtækinu Slot Machine. Meðframleiðslufyrirtæki eru Gullslottið og Zik Zak í samvinnu við RÚV, ZDF/ARTE, DR, YLE, TRUENORTH, Wild Bunch í Þýskalandi, Jón Pálmason og Sigurð G. Pálmason. Þættirnir eru styrktir af Kvikmyndamiðstöð Íslands og Nordisk Film & TV Fond. The Party Film Sales fer með alþjóðlega sölu þáttanna.