Um KMÍ
Á döfinni

11.5.2022

Berdreymi verðlaunuð í Póllandi

Alþjóðasamtök kvikmyndagagnrýnenda, FIPRESCI, völdu Berdreymi sem bestu kvikmyndina í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar Off Camera í Póllandi, sem fram fór í Kraká 28. apríl-8.maí.

Aníta Briem, sem fer með hlutverk í myndinni, tók á móti verðlaununum fyrir hönd Guðmundar Arnars Guðmundssonar leikstjóra.

Fyrsta kvikmynd Guðmundar Arnars, Hjartasteinn, hlaut einnig viðurkenningu samtakanna á Molodist-kvikmyndahátíðinni í Kænugarði í Úkraínu 2016.