Um KMÍ
Á döfinni

10.8.2022

Berdreymi verðlaunuð í Búlgaríu

Kvikmyndin Berdreymi, eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, vann til verðlauna á Burgas-hátíðinni , einni helstu kvikmyndahátíð Búlgaríu, sem fram fór um miðjan júlí. Myndin hlaut tvenn verðlaun á hátíðinni, annars vegar áhorfendaverðlaun og hins vegar dómnefndarverðlaun ungmenna.

Berdreymi hefur notið mikillar velgengndi á kvikmyndahátíðum víða um heim síðan hún var heimsfrumsýnd á Berlinale-hátíðinni í febrúar á þessu ári, þar sem hún var valin sem besta evrópska kvikmyndin í Panorama-flokki hátíðarinnar.