Á döfinni
Birta eftir Braga Þór Hinriksson valin í verk í vinnslu hluta alþjóðlegu barnamyndahátíðarinnar í Kristiansand
Birta eftir Braga Þór Hinriksson tekur þátt í verk í vinnslu hluta alþjóðlegu barnamyndahátíðarinnar í Kristiansand sem fer fram dagana 27. apríl - 2. maí. Átta verkefni á mismundandi stigi framleiðslu verða kynnt fyrir fagaðilum í kvikmyndaiðnaðinum. Viðburðurinn fer fram í stafrænu formi undir flokknum „Films on the Horizon“.
Birta var skrifuð af Helgu Arnardóttur og leikstýrt af Braga Þór Hinrikssyni og eru þau jafnframt framleiðendur myndarinnar. Myndin segir frá hinni 11 ára kraftmikla en auðtrúa Birtu sem tekur málin í sínar hendur með ævintýralegum hætti þegar hún heyrir móður sína segja í hálfkæringi að það verði engin jól vegna blankheita.
Nánari upplýsingar um alþjóðlegu barnamyndahátíðina í Kristiansand má finna hér.