Um KMÍ
Á döfinni

5.11.2021

Birta frumsýnd á Íslandi

Barna- og fjölskyldumyndin Birta í leikstjórn Braga Þórs Hinrikssonar verður frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum þann 5. nóvember og á Símanum Premium þann 25. nóvember. 

Birta trailer

Myndin fjallar um hina 11 ára kraftmiklu en auðtrúa Birtu. Hún tekur málin í sínar hendur með ævintýralegum hætti þegar hún heyrir móður sína segja í hálfkæringi að það verði engin jól vegna blankheita.

Myndin hefur vakið mikla athygli á alþjóðavísu, en aðalleikkona myndarinnar Kristín Erla Pétursdóttir, 12 ára sem leikur sjálfa Birtu var valin besta leikkonan á Schlingel barnamyndahátíðinni þann 16. október síðastliðinn. Þá var Margrét Júlía Reynisdóttir valin af dómnefnd sem besta unga leikkonan á barnakvikmyndahátíðinni KIKIFe. Margrét Júlía, sem er aðeins 8 ára, fer með hlutverk Kötu í myndinni. Þar leikur hún litlu systur Birtu. 

Birta er skrifuð af Helgu Arnardóttur og leikstýrð af Braga Þór Hinrikssyni. Þau eru jafnframt framleiðendur myndarinnar fyrir H.M.S. Productions. Með aðalhlutverk fara Kristín Erla Pétursdóttir, Margrét Júlía Reynisdóttir, Salka Sól Eyfeld og Margrét Ákadóttir.