Um KMÍ
Á döfinni

30.9.2021

Birta valin til þátttöku á Cinekid kvikmyndahátíðinni

Kvikmyndin Birta eftir Braga Þór Hinriksson hefur verið valin til þátttöku á Cinekid kvikmyndahátíðinni sem er ein helsta margmiðlunarhátíð heims fyrir barnaefni. Hátíðin fer fram dagana 13. - 31. október í Hollandi.  

Myndin fjallar um hina 11 ára kraftmiklu en auðtrúa Birtu. Hún tekur málin í sínar hendur með ævintýralegum hætti þegar hún heyrir móður sína segja í hálfkæringi að það verði engin jól vegna blankheita.

Birta er skrifuð af Helgu Arnardóttur og leikstýrð af Braga Þór Hinrikssyni. Þau eru jafnframt framleiðendur myndarinnar fyrir H.M.S. Productions. Með aðalhlutverk fara Kristín Erla Pétursdóttir, Margrét Júlía Reynisdóttir, Salka Sól Eyfeld og Margrét Ákadóttir.


Til viðbótar eru tvö verkefni sem taka þátt í Cinekid for Professional hluta hátíðarinnar, sem hefur það fyrir augum að efla framleiðslu og aðgengi að hágæða barnaefni. Verkefnið Fabled tekur þátt í Junior Co-production Market og verkefnið My Bonkers Mum! tekur þátt í Cinekid Script LAB.

Allar nánari upplýsingar um Cinekid hátíðina og Cinekid for Professionals má finna á heimasíðu hátíðarinnar.