Um KMÍ
Á döfinni

14.10.2022

Blær Hinriksson hlýtur verðlaun á ítalskri kvikmyndahátíð

Kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, Berdreymi, var sýnd á Matera-kvikmyndahátíðinni á Ítalíu, sem fram fór 1.-8. október.

Blær Hinriksson, sem fer með hlutverk í myndinni, fékk þar verðlaun sem besti upprennandi leikarinn. Í umsögn dómnefndar segir að Hinrik sé vel að verðlaununum kominn fyrir tilfinninganæma túlkun á flókinni persónu.

Blær fór með eitt aðalhlutverka í fyrstu kvikmynd Guðmundar Arnars í fullri lengd, Hjartasteini, sem kom út 2016.

Þetta er í þriðja sinn sem Matera-hátíðin fer fram. Heiðursverðlaunahafar hátíðarinnar í ár voru þær Robin Wright, leikkona (House of Cards, Wonder Woman, Forrest Gump) og Patty Jenkins, leikstjóri (Wonder Woman, Monster), og voru þær viðstaddar verðlaunaafhendinguna.