Um KMÍ
Á döfinni

26.9.2025

Bransadagar RIFF 2025

Bransadagar RIFF tengja saman kvikmyndagerðarfólk, framleiðendur, dagskrárstjóra, gagnrýnendur og aðra sérfræðinga frá öllum kimum kvikmynda- og sjónvarpsgeirans. 

Dagskráin stendur yfir 30. september – 4. október og samanstendur af pallborðsumræðum, meistaraspjöllum við heiðursgesti hátíðarinnar og samræðum við kvikmyndagerðarmenn m.a í flokknum Önnur framtíð; samtöl til áhrifa.

Markmiðið er að skapa vettvang fyrir umræður, tengslanet og samstarf. Meðal þess sem er á dagskrá er samframleiðslupanell með þátttöku íslenskra framleiðenda en einnig svissneskra, sænskra og franskra framleiðenda.

Þá er efnt til umræðufundar í tilefni af 50 ára afmæli Kvennafrídags og einnig verða verk í vinnslu kynnt.

Dagskrá bransadaga er að finna á vef RIFF.