Um KMÍ
Á döfinni

25.4.2022

Daði Einarsson hlýtur BAFTA verðlaun fyrir The Witcher

Daði Einarsson hlaut sjónvarpsverðlaun BAFTA (BAFTA Television Craft Awards) í flokknum „Special, Visual & Graphic effects“ fyrir sjónvarpsþáttinn  The Witcher. Daði hlaut verðlaunin ásamt þeim Gavin Round, Aleksander Pejic, Oliver Cubbage, Stefano Pepin, og Jet Omoshebi. Verðlaunahátíðin fór fram þann 24. apríl.

Daði hefur gert tæknibrellur í í fjölda kvikmynda líkt og Gravity og Everest og í þáttum á borð við Ófærð og Hunters.

Íslendingar sem áður hafa hlotið BAFTA verðlaun eru m.a. Hildur Guðnadóttir fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker og í sjónvarpsþáttaröðinni Chernobyl, Ólafur Arnalds fyrir tónlistina í þáttunum Broadchurch og Valdís Óskarsdóttir fyrir klippingu kvikmyndarinnar The Eternal Sunshine of the Spotless Mind.

Allar nánari upplýsingar um BAFTA verðlaunin má finna hér