Um KMÍ
Á döfinni

10.3.2023

Dagskrá Bransadaga á Stockfish

Kvikmyndahátíðin Stockfish fer fram í níunda sinn 23. mars - 2. apríl í Reykjavík. 

Á hátíðinni, líkt og fyrri ár, fara fram Bransadagar, þar sem fagfólki í íslenskri og erlendri kvikmyndagerð gefst tækifæri til að eiga samtal og mynda gagnleg sambönd sín á milli.

Í ár býður Stockfish býður upp á dagskrá sem nefnist „Bransi í brennidepli“, sem er nýjung á hátíðinni. 

Í ár er Slóvakía í brennidepli og í tilefni þess mun sendinefnd þaðan, skipuð kvikmyndagerðarfólki og fulltrúum sjóða, sækja hátíðina heim. Einnig verður boðið upp á hliðardagskrá með sérsýningum á slóvakískum kvikmyndum sem unnin er í samstarfi við Kino Usmev, Bíó Paradís og slóvakísku kvikmyndastofnunina.

Auk þess fer á Bransadögum fram kynning á verkum í vinnslu, með stuðningi frá Kvikmyndamiðstöð Íslands, og viðburður þar sem farið er yfir helstu fjármögnunarmöguleika kvikmynda og sjónvarpsefnis á Íslandi.

Dagskrá Bransadaga 2023 er aðgengileg á vef hátíðarinnar.