Um KMÍ
Á döfinni

12.8.2025

Draumar, konur og brauð í Seoul

Íslenska heimildamyndin Draumar, konur og brauð verður sýnd á EIDF EBS Documentary Festival, sem haldin er í Seoul í Suður-Kóreu 25.-31. ágúst.

Myndin er sýnd í flokki Skapandi heimildamynda (Creative Documentaries) og hefur Svanlaug Jóhannsdóttir, annar leikstjóri myndarinnar, þegið boð um að að vera viðstödd sýningu myndarinnar á hátíðinni.

„Við erum stolt og þakklát fyrir að andi íslenskrar kvennamenningar fái sýn og athygli, þar sem sögur, draumar, litrík veröld, landslag, þjóðsögur, minni og töfrandi tónlist skila sér inn í hjörtu áhorfenda ólíkra menningarheima,“ segir í tilkynningu frá framleiðendum myndarinnar.

Myndin var frumsýnd í Bíó Paradís í Apríl 2024 og verður sýnd á RÚV síðar á árinu.