Um KMÍ
Á döfinni

19.9.2022

Dýrið sigursælt á Eddunni 2022

Kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, Dýrið, fékk flestar Eddur á verðlaunahátíð Íslensku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar, sem fór fram 18. september. Myndin var tilnefnd í 13 flokkum og fékk 12 verðlaun, þar á meðal sem kvikmynd ársins og leikstjóri ársins.

Næstflest verðlaun hlaut Systrabönd, sjónvarpsþáttaröð í leikstjórn Silju Hauksdóttur.

Heiðursverðlaun fékk Þráinn Bertelsson kvikmyndagerðarmaður, fyrir framlag sitt til íslenskrar kvikmyndagerðar.

Eftirfarandi verk og einstaklingar hlutu Edduverðlaun árið 2022:

Kvik­mynd árs­ins

Dýrið

Leik­stjóri árs­ins

Valdi­mar Jó­hanns­son fyr­ir Dýrið

Hand­rit árs­ins

Valdi­mar Jó­hanns­son og Sjón fyr­ir Dýrið

Leik­ari árs­ins i í aðal­hlut­verki

Hilm­ir Snær Guðna­son fyr­ir Dýrið

Leik­ari árs­ins í auka­hlut­verki

Björn Hlyn­ur Har­alds­son fyr­ir Dýrið

Leik­kona árs­ins í aðal­hlut­verki

Jó­hanna Friðrika Sæ­munds­dótt­ir fyr­ir Systrabönd

Leik­kona árs­ins í auka­hlut­verki

María Heba Þor­kels­dótt­ir fyr­ir Systrabönd

Leikið sjón­varps­efni árs­ins

Systrabönd

Heim­ild­ar­mynd árs­ins

Hækk­um rána

Stutt­mynd árs­ins

Heart­less

Sjón­varps­maður árs­ins

Helgi Selj­an

Frétta- eða viðtalsþátt­ur árs­ins

Kveik­ur

Menn­ing­arþátt­ur árs­ins

Tón­list­ar­menn­irn­ir okk­ar

Skemmtiþátt­ur árs­ins

Vik­an með Gísla Marteini

Barna- og ung­linga­efni árs­ins

Birta

Mann­lífsþátt­ur árs­ins

Miss­ir

Íþrótta­efni árs­ins

Vík­ing­ar: Full­kom­inn end­ir

Gervi árs­ins

Ragna Foss­berg fyr­ir Kötlu

Leik­mynd árs­ins

Snorri Freyr Hilm­ars­son fyr­ir Dýrið

Bún­ing­ar árs­ins

Mar­grét Ein­ars­dótt­ir fyr­ir Dýrið

Brell­ur árs­ins

Frederik Nord og Peter Hjorth fyr­ir Dýrið

Klipp­ing árs­ins

Agnieszka Glinska fyr­ir Dýrið

Kvik­mynda­taka árs­ins

Eli Ar­en­son fyr­ir Dýrið

Hljóð árs­ins

Ingvar Lund­berg og Björn Vikt­ors­son fyr­ir Dýrið

Tónlist árs­ins

Þór­ar­inn Guðna­son fyr­ir Dýrið

Upp­töku- eða út­send­ing­ar­stjóri árs­ins

Salóme Þor­kels­dótt­ir fyr­ir Tóna­flóð á Menn­ing­arnótt

Sjón­varps­efni árs­ins 

Benedikt búálfur

Heiður­sverðlaun

Þrá­inn Bertels­son