Um KMÍ
Á döfinni

4.10.2021

Edduverðlaunin 2021 - Gullregn sigursælust með níu Eddur

Gullregn var kosin kvikmynd ársins á Edduverðlaununum sem veitt voru í sjónvarpþætti á RÚV, sunnudaginn 3. október. Gullregn hlaut flest verðlaun á hátíðinni, níu Eddur, til viðbótar við kvikmynd ársins hlaut hún meðal annars fyrir leikstjórn (Ragnar Bragason), leikkonu í aðalhlutverki (Sigrún Edda Björnsdóttir), leikkonu í aukahlutverki (Halldóra Geirharðsdóttir), handrit og kvikmyndatöku.

Ráðherrann var kosin besta leikna sjónvarpsefnið og hlaut þáttaröðin einnig Eddu fyrir leikara í aðalhlutverki (Ólafur Darri Ólafsson) og leikara í aukahlutverki (Þorvaldur Davíð Kristjánsson).  

Já-fólkið var valin stuttmynd ársins og A Song Called Hate var valin heimildamynd ársins. Heiðursverðlaun ársins komu í hlut Reynis Oddssonar kvikmyndagerðarmanns. 

Eftirtalin verk og einstaklingar unnu til verðlauna á Eddunni 2021:

KVIKMYND ÁRSINS:
Gullregn

LEIKSTJÓRI ÁRSINS:
Ragnar Bragason fyrir Gullregn

LEIKARI ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI:
Ólafur Darri Ólafsson fyrir Ráðherrann

LEIKKONA ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI:
Sigrún Edda Björnsdóttir fyrir Gullregn

LEIKARI ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI:
Þorvaldur Davíð Kristjánsson fyrir Ráðherrann

LEIKKONA ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI:
Halldóra Geirharðsdóttir fyrir Gullregn

HANDRIT ÁRSINS:
Ragnar Bragason fyrir Gullregn

BARNA- OG UNGLINGAEFNI ÁRSINS:
Stundin okkar

FRÉTTA- EÐA VIÐTALSÞÁTTUR ÁRSINS:
Kveikur

HEIMILDAMYND ÁRSINS:
A Song Called Hate

ÍÞRÓTTAEFNI ÁRSINS:
Áskorun

LEIKIÐ SJÓNVARPSEFNI ÁRSINS:
Ráðherrann

MANNLÍFSÞÁTTUR ÁRSINS:
Nýjasta tækni og vísindi

MENNINGARÞÁTTUR ÁRSINS:
RAX Augnablik

SKEMMTIÞÁTTUR ÁRSINS:
Ari Eldjárn “Pardon My Icelandic

STUTTMYND ÁRSINS:
Já-Fólkið

BRELLUR ÁRSINS:
Filmgate, Guðjón Jónsson, Árni Gestur Sigfússon fyrir Ísalög

BÚNINGAR ÁRSINS:
Helga Rós V. Hannam fyrir Gullregn

GERVI ÁRSINS:
Áslaug Dröfn Sigurðardóttir fyrir Gullregn

HLJÓÐ ÁRSINS:
Huldar Freyr Arnarson fyrir Brot

KLIPPING ÁRSINS:
Valdís Óskarsdóttir, Sigurður Eyþórsson, Guðlaugur Andri Eyþórsson fyrir Brot

KVIKMYNDATAKA ÁRSINS:
Árni Filippusson fyrir Gullregn

LEIKMYND ÁRSINS:
Heimir Sverrisson fyrir Gullregn

SJÓNVARPSMAÐUR ÁRSINS:
Helgi Seljan

TÓNLIST ÁRSINS:
Högni Egilsson fyrir Þriðji póllinn

UPPTÖKU- EÐA ÚTSENDINGASTJÓRI ÁRSINS:
Ágúst Jakobsson fyrir Ari Eldjárn “Pardon My Icelandic