Samtök forstöðumanna evrópskra kvikmyndastofnana skipa nýjan aðalritara
EFAD, samtök forstöðumanna evrópskra kvikmyndastofnanna, hafa skipað Sevara Irgacheva sem aðalritara.
Sevara Irgacheva hefur starfað á sviði stefnumótunar fyrir hljóð- og myndmiðlun og við meðferð mála hjá stjórnvöldum í meira en áratug.
Hún tekur við af Julie-Jeanne Régnault sem tók við stöðu framkvæmdastjóra European Producers Club í mars.
Í tilkynningu frá EFAD segir að Sevara muni leiða starf samtakanna við að kynna evrópskan kvikmyndageira, efla samstarf milli skapandi greina sem deila sömu gildum, treysta tengsl evrópskra kvikmyndastofnana sem og að tala fyrir metnaðarfullri stefnumótun sem hefur fjölbreytileika evrópskrar menningarsköpunar að leiðarljósi.
EFAD eru samtök forstöðumanna kvikmyndastofnana í 31 Evrópulandi. Helstu umfjöllunarefni samtakanna eru sameiginleg hagsmunamál og stefnumótun kvikmyndagreinarinnar í Evrópu.