Um KMÍ
Á döfinni

11.9.2025

Eldarnir frumsýnd

Eldarnir, ný íslensk kvikmynd í leikstjórn Uglu Hauksdóttur, verður frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum 11. september.

https://www.youtube.com/watch?v=LJ-uMxuzLkU

Myndin fjallar um eldfjallafræðing sem stendur frammi fyrir tvennum hamförum: eldgosi sem ógnar öryggi höfuðborgarbúa og ástarsambandi sem gæti eyðilagt hjónaband hennar. Með aðalhlutverk fara Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Pilou Asbæk.

Handrit skrifa Ugla Hauksdóttir og Markus Englmair eftir samnefndri skáldsögu Sigríðar Hagalín Björnsdóttur. Framleiðendur eru Grímar Jónsson og Klaudia Smieja-Rostworowska.