Um KMÍ
Á döfinni

22.8.2024

Eldri innskráningarþjónustu umsóknargáttar Kvikmyndamiðstöðvar lokað

Eldri innskráningarþjónusta og umboðskerfi Ísland.is lokar 31. ágúst 2024. Eftir þann tíma verður ekki hægt að skrá sig inn í umsóknargátt Kvikmyndamiðstöðvar með íslykli. Notendur munu þess í stað aðeins auðkenna sig með rafrænum skilríkjum.

Mælst er til þess að framleiðslufyrirtæki sem notað hafa íslykil til að skrá sig inn í umsóknargátt Kvikmyndamiðstöðvar sæki eldri umsóknir og visti fyrir 30. ágúst.