Um KMÍ
Á döfinni

18.2.2025

Elín Hall er rísandi stjarna í Berlín

Elín Hall tók við viðurkenningu á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín í gær sem veitt er upprennandi evrópskum leikurum.

Viðurkenningin – sem nefnist Shooting Stars – var afhent við hátíðlega athöfn í Berlinale Palast. Athöfnin markaði lokin á fjögurra daga langri dagskrá þar sem leikararnir voru kynntir fyrir alþjóðlegum kvikmyndageira og fjölmiðlum.

Elín sló á létta strengi á stóra sviðinu þegar hún tók á móti viðurkenningunni. Þar sagðist hún hafa stefnt að því að leggja stund á líffræði áður en umboðsmaður hennar sannfærði hana um að leggja leiklistina fyrir sig.

Á hverju ári velja samtökin European Film Promotion (EFP) tíu unga og efnilega leikara og leikkonur, úr hópi aðildarlanda samtakana, sem hafa vakið sérstaka athygli í heimalandi sínu og á alþjóðavettvangi. 

Sjá einnig: Elín Hall valin í European Shooting Stars 2025

Ljósmyndir: Harald Fuhr.