Um KMÍ
Á döfinni

20.11.2024

Elleftu verðlaunin til Ljósbrots

Alþjóðlega kvikmyndakeppninni í Cork lauk nýverið og hlaut kvikmyndin Ljósbrot, í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar, þar Outlook-verðlaunin sem veitt eru af dómnefnd háskólanema. 

Í umsögn dómnefndar segir að myndin miðli einstaklega sannfærandi sögu sem dragi fram blæbrigði sorgar og kærleika. „Hún fangaði augu okkar, huga og hjörtu.“

Þetta eru elleftu alþjóðlegu kvikmyndaverðlaunin sem Ljósbrot hlýtur. Þau marka einnig tímamót hjá Rúnari Rúnarssyni, þar sem þetta eru 150 verðlaunin sem hann hlýtur á ferlinum.

„Kvikmyndir eru teymisvinna og hef ég verið lánsamur í gegnum tíðina að vinna með frábæru fólki,“ segir Rúnar. „Ég er stoltur af þeim og því sem við höfum áorkað saman. Íslensk kvikmyndagerð hefur verið á miklu skriði og hefur það aðeins geta gerst vegna þess að jarðvegurinn, sem varð til við samvinnu ráðamanna, einkaaðila og listafólks, er til staðar.“

Framleiðandi Ljósbrots er Heather Millard hjá Compass Films Með aðalhlutverk fara Elín Hall, Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber, Baldur Einarsson, Gunnar Kristjánsson og Ágúst Wigum.

Ljósmynd: Frá heimsfrumsýningu Ljósbrots í Cannes 2024.